Jæja, ég lét verða af því í morgun... Fór í klippingu og er núna komin með styttuklippingu sem nær rétt niður að miðjum hálsi...!!! Mér líður líkt og ég hafi losnað við 10 kílóa hlass af hausnum. Jæja já. Ummm, ég ætlaði eiginlega að biðja Elsu eða Thelmu um pínulítinn greiða svona í tilefni nýrrar klippingar... Þar sem það er árshátið hjá mér á föstudaginn þá langar mig að vera með pínu flott hár og klippingin krefst þess að ég slétti á mér hárið þannig að mér datt í hug að ég mætti kannski kíkja heim til annarrar hvorrar ykkar og fá smá sléttingu..... Er það í lagi???
Annars er bara lítið að frétta af mér, var að vinna í "æðislegu" vinnunni minni frá átta til sjö í gær. VOna að ég fái einhverja góða sumarvinnu.
Heyrumst.
mánudagur, mars 15, 2004
hej hej
Birt af Ólöf kl. 11:37 f.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|