Ég ætlaði sko ekkert að blogga í dag en það er bara svo gott veður úti og skemmtilegt lag í tölvunni (da funk) þannig að ég bara varð að láta ykkur vita hvað ég er í góðu skapi núna. Reyndar með hausverk en hvaða máli skiptir það nú.
Annars finnst mér að við verðum að fara hittast, ég bara hreinlega lifi ekki tvær vikur af án þess að sjá andlit ykkar... hmmm, er það kannski óeðlilegt?? Ég mun nú hitta Thelmu á föstudaginn og svo þarf ég að fara að bjalla í hana Dögg til að fá að máta kjóla. Ég hlakka ekki smá til að fara á árshátið á föstudag og DJAMMA. Hvenær eigum við svo að DJAMMA?
Látið nú heyra í ykkur á kommentinu.
Adios skvís.
p.s. Ásta sá Frodo Baggins í dag...
þriðjudagur, mars 16, 2004
Guten Tag Fraulein Hasse
Birt af Ólöf kl. 5:30 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|