föstudagur, mars 19, 2004

Go´morron

Jæja, er ekki gaman hjá ykkur? Föstudagur og alles! Er að fara að hitta Thelmu í dag sem ætlar að slétta á mér hárið og síðan skoppa ég til Daggar að kíkja á kjólasafnið hennar. Hún fer í tvö próf í dag og fæ ég að skreppa til hennar þegar þau eru búin. Hún á pottþétt eftir að standa sig obboslega vel enda súperlæknir.
Svo þurfum við bara að ákveða á hvaða mynd við ætlum á morgun. Þá verður Elsa útskrifaður kjötsúputæknir og til hamingju með það :)
Jæja, ætla að fara að koma mér í andlegan árshátíðar fíling.
Adios.