föstudagur, mars 05, 2004

Góðan daginn !

Eigum við þá ekki bara að hittast á kaffihúsi á laugardaginn. Þá getum við mætt snemma og náð góðu borði. Kemst þú á laugardaginn Sigurveig? Hmm...hvert viljið þið fara? Ég er allavega til í allt. Annars fór ég að máta brúðarkjóla í gær! Ji, þetta var ýkt gaman. Samt varð ég alveg ringluð í þessu öllu saman, var mjög fegin að hafa Andreu með mér. Ég sá einn sem mér líst soldið vel á og fékk að taka hann frá á meðan ég hugsa mig aðeins um. Svo borgar maður 5000 kall inn á kjólinn til að festa hann. Ég fór til Katrínar og ætla að skoða hjá Dóru á laugardagsmorguninn. Vei, klukkan er að verða níu, þá fæ ég köku : )
Heyrumst