Jæja, ákvað að það væri kominn tími til að taka öskudagskönnunina út... Baywatch svínkan vann með 3 atkvæði, slutty nurse var í 2. sæti með 2 atkvæði og svo fékk Fjalar eitt atkvæði (grunsamlegt...) og einnig lyfjafræðingur, sveppur og svo tómatur. Það voru 9 sem kusu þannig að einhverjir gestir hafa látið sjá sig og jibbý fyrir því.
Ég auglýsi hér með eftir þeim sem vildu vera slutty nurse... ég er mjög forvitin.
Að lokum: ég eignaðist tvö börn í gær, þau voru eflaust miklu fleiri en býst við að þau hafi verið étin. Núna á ég því 5 seyði á lífi sem vaxa ótrúlega hægt þannig að ef ykkur langar í svona svartan mollýfisk eftir ár þá bara látið þið mig vita!
Kveðja, Ólöf Birna
mánudagur, mars 08, 2004
Birt af Ólöf kl. 1:03 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|