MATARKLÚBBSFRÉTTIR
Þá er komið að því... Ólöf og Ruben munu halda matarklúbbinn í fyrsta skiptið alein ... Hann verður haldinn heima hjá okkur, þið vitið hvar, þann 7. apríl og verður spænskt þema í gangi! Ruben mun elda með hjálp minnar ef þess verður þörf og verður eftirfarandi í boði (á tungumáli rubens):
Black beans
Spanish rice
Spanish chicken a la Amerika (hressa frænkan úr brúðkaupinu..)
Guacamole
Tortillas
Nachos
og það væri auðvitað tilvalið að vera með tequila en það er ekki í anda barnanna (Rúnars Arnar, ekki Sigurðar) þannig að kannski við sjáum bara um þann hluta á laugardeginum. Spænskt tónlist mun óma og svo finnst mér að strákarnir eigi allir að mæta í nautabanabúningum.
Semsagt, allt í anda Espania
Mér líst síðan vel á djamm á laugardeginum því þá geta Bryndís og Rúnar mætt. Þau verða nefnilega stödd upp í sveit er matarklúbbur verður settur. Ásta síðan mætt, eiturhress eins og venjulega þannig að um að gera að gera eitthvað skemmtilegt í tilefni af komu hennar.
Það er því allt að gerast og spennandi.
Adios senjorítur.
þriðjudagur, mars 30, 2004
Hola senjorita!
Birt af Ólöf kl. 2:27 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|