sunnudagur, mars 07, 2004

Takk fyrir í gær!

Jæja girls, takk kærlega fyrir gærkveldið, það var mjög gaman að hittast bara við stelpurnar á kaffihúsi og spjalla um daginn og veginn!!! ....og loksins kom hún Dögg upp á yfirborðið aftur, en við eigum nú samt í mikilli hættu á að missa hana aftur niður í jörðina eftir næsta þriðjudag, þ.e.a.s eftir afmælisveisluna henna Heiðu Bjargar, en svo kemur hún alltaf til baka aftur :-)

Annars ætlaði ég að labba upp í skóla í dag til að fara að læra....en nei ég held nú ekki....hafið þið séð veðrið úti??? Það er bara bandbrjálað veður úti, rigning og rok...og örugglega rosalega kalt....þannig að ég ætla mér bara að vera heima í dag og læra fyrst að við erum nú barnslaus í dag til klukkan rúmlega 18 í kvöld. Hann Jói er nefnilega uppi í skóla að mæla fyrir BS verkefnið sitt, þannig að ég er alein heima og enginn getur truflað mig við lærdóm í dag...nema kannski sjónvarpið....en ég skal reyna að sýna aga og hafa slökkt á því í bili.

Jæja ætla að hætta þessu blaðri um ekkert og byrja á því að fá mér morgunmat og fara svo að læra eitthvað af viti vegna þess að klukkan er orðin 11:35.

Bæjó spæjó!