mánudagur, mars 15, 2004

Hæ!

Úff já, þetta var rosaleg djammhelgi hjá mér. Er bara hálf þunn enþá. Ég fór í vinnupartý til Sunnu á föstudaginn en ég ætlaði ekkert að djamma svo mikið þá þar sem ég var að fara í sumarbústað daginn eftir og vissi að það myndi verða svaðalegt djamm. EN það voru blandaðar jarðaberjamargarítur með ferskum jarðaberjum og miklu tequila, ýkt gott. Síðan var farið í limbó sem var mjög gaman, hef ekki farið í limbó síðan ég var 12 ára. Ég sýndi náttla snilldartakta í því og var í 3ja sæti. Svo fórum við í bæinn á stað sem heitir Pravda held ég (frekar en Prada) sem er þar sem Astró var. Ég var ekkert á því að fara heim því ég skemmti mér svo vel á dansgólfinu en Fjalari tókst að draga mig heim um kl. hálf fjögur. Stelpurnar sóttu mig um kl 13 á laugardeginum og við héldum upp í bústað til Svölu og ég var auðvitað ofur fersk. Við keyptum grillmat og fullt af nammi og snakki í borgarnesi. Svala hristi þessar rosalegu veitingar fram úr erminni sem við hámuðum í okkur þangað til við fórum að grilla. Og svo var drukkinn bjór og dansað fram á rauða nótt við gamlar íslenskar lummur m.a. Þetta var rosalegt stuð. Við Laufey og Thelma hittumst annars í gærkvöldi og plönuðum reunion fyrir 4.R. Planið er að hittast í keilu (22. maí) og borða svo pizzu saman og djamma í einhverjum sal, eigum reyndar e. að ákveða hann. Líst þér ekki vel á það Ólöf?