miðvikudagur, mars 10, 2004

Ola skvísos.

Hæ hæ og takk fyrir í gær. Þetta var alveg meiriháttar matur Sigurveig : ) Ji hvað það var erfitt að vakna í morgun, algjört vibba veður úti! Mann langaði bara að draga sængina upp fyrir haus og sofa áfram. Síðan bætti ekki úr skák að ég er með SVO miklar harðsperrur að ég komst varla fram úr. Ég veit ekki hvort ég þori á æfingu í kvöld, það er ekki séns að ég geti hlaupið e-ð. Já, nú er spurning um að fara að auglýsa eftir Ástu aftur hmmmm....... Þín er sárt saknað Ásta mín. Reyndar viðurkenni ég það að við hinar mættum alveg vera duglegri að setja einhverjar fréttir hér inn á fyrir þig. Þyrftum að vera duglegri að punkta niður allt slúðrið sem við tölum um þegar við hittumst ; ) Allavega þá erum við aðeins byrjuð að undirbúa brúðkaupið. Erum næstum búin að ákveða matinn, höfum sennilega steikarhlaðborð. Svo fann ég kjól á laugardaginn : ) Ég er rosalega ánægð með hann en ég get því miður ekki lýst honum hér ef Fjalar skyldi lesa þetta einhvern tíman. Við erum líka búin að ákveða að hafa rauðar rósir í brúðarvendinum og skreytingunum í salnum. Svo er næsta mál á dagskrá að finna föt handa Fjalari. Hvað ætla hákar annars að gera um helgina? Þetta verður voða bissý helgi hjá mér. Það er vinnupartý á föstudaginn og sumarbústaðarferð á laugardaginn. Síðan ætlum við Laufey að hittast á sunnudaginn sennilega um kvöldið og plana 4.R reunionið. Þið 4.R stúlkur megið endilega koma ef þið getið. Jæja, nú skora ég á hina hákana að segja Ástu fréttir og auðvitað Ástu að láta heyra í sér :)