mánudagur, mars 15, 2004

Enn ein vinnuvikan hafin

Hæ hæ
þetta var nú bara róleg helgi hjá mér en samt var hún alltof fljót að líða. Á föstudaginn fór ég þó á árshátið hjá Leikskólum Reykjavíkur og var bara mjög fínt þar, góður matur og Örn Árnason var skemmtilegur veislustjóri. Ég hitti mömmu þína Thelma. Svo spilaði hljómsveitin Í svörtum fötum en ég var nú bara farin snemma heim. Helgin fór svo mikið í búðarráp en fyrir alla aðra en mig t.d. með tengdó og svo svilkonu minni henni Erlu, sem á einmitt afmæli í dag. :) Í gær datt okkur svo í hug eins og fleirum að grilla uhhhmmm það var æðislegt og komst maður í pínu sumarfíling, Villi og Katla vinir okkar borðuðu með okkur. Þannig ágætis helgi að baki en núna er ég að hugsa um að fara að fylla út eina af þessum umsóknum sem ég þarf að fylla út í sambandi við fæðingarorlofið, það er nú meira pappírsvesenið. heyrumst Bryndís