mánudagur, mars 22, 2004

Mánudagur (enn og aftur)

Jæja, þetta var bara ágætis helgi. Reyndar leiðinlegt að kveðja Sólveigu systur og strákana hennar áður en þau hurfu aftur til Osló. Fylgist bara með þeim á barnalandi og svo auðvitað msn!!
Hitti Dögg á föstudaginn og fékk lánaðan ógeðslega flottan kjól hjá henni. Reyndar fékk ég nokkra kjóla úr kjólasafninu en þessi einhvern veginn bara smellpassaði á mig. Skellti mér svo til Thelmu sem slétti á mér hárið þannig að mér leið eins og þvílíkri skvísu með stutt slétt hár í kúl kjól og leðurstígvélum á árshátíðinni. Þar var mjög gaman.
Á laugardeginum var svo bíóferð. Verst að ég var bara svo þreytt að ég var meirihlutann af myndinni að berjast við syfju. Ég sofnaði þó aldrei ;)
Fór á fimleikamót í gær með Thelmu og kíkti svo til Bryndísar. Pabbi fór svo með dýnuna sem við fengum lánaða hjá Elsu og Fjalari til þeirra í gær. Það voru því mikil samskipti í gangi. Vantaði bara að hitta Sigurveigu sem ég fékk sms frá áðan, loksins að fara að skipta afmælisgjöfinni hennar Heiðu Bjargar. Vonandi getur hún fengið sér eitthvað fínt í staðinn. Og svo er það auðvitað hún Ásta.... Hvenær kemur þú næst til Íslands????
Heyri bara í ykkur.
tjá tjá