Hæbb það er komið svo langt komment á eitt bloggið um matarklúbb þegar Ásta kemur heim yfir páskana og svo ferðasjóð fyrir okkur skvísurnar að ég ákvað bara að búa til nýtt blogg um þessa umræðu þannig að allir geti nú tekið þátt í henni!!!
Þannig er mál með vexti, en Ólöf og Ruben ætla að halda matarklúbb þegar Ásta kemur heim, en hún kemur heim næsta mánudag (29.03.2004) og verður heima fram yfir páskana. Miðvikudagurinn fyrir skírdag var hugmyndin af matarklúbbnum...hvernig líst fólkinu á það? Við erum alveg til í að mæta þá, leikskólinn lokaður daginn eftir og við myndum bara taka hann Rúnar Örn með fyrst að hann þarf ekki að fara að sofa snemma það kvöld. Ég stakk líka upp á því að fara í sumarbústaðinn hjá Ástu og þeim einhverntímann yfir páskana, en á eftir að fá svar frá henni um það....annars getum við bara skellt okkur á djammið páskahelgina ef það er eitthvað opið þá og farið með henni Ástu á karlafar (eins og alltaf að þá erum við einmitt barnlaus þá helgi)!!! ;-)
Svo var líka komin upp sú hugmynd að við skvísurnar myndum stofna ferðasjóð bara fyrir okkur þannig að við getum stungið af einhverja helgina í verslunar og djammferð til útlanda....hvernig líst svo dömunum á þá hugmynd??? Við gætum byrjað að leggja fyrir í sumar þegar allar eru farnar að vinna og sjá fram á að eiga einhvern pening....það þarf ekki að vera mikið á mann á mánuði, kannski 3.000-5.000 kr (eða jafnvel minna)....en endilega látið vita hvað ykkur finnst. Það verður örugglega mjög gaman að fara bara við dömurnar út í helgarferð eða jafnvel sólarlandaferð eftir nokkur ár ef við erum duglegar að safna.... 8-)
Jæja nú eru bara 2 dagar eftir af verknáminu mínu og þá er bara að demba sér í BS-ritgerðina, kynna hana 21.maí og svo er bara að skella sér til Spánar 27.maí og vera þar í 2 vikur, en við ætlum til Salou sem er ekki langt frá Barselona....jibbý, jey!!! Jæja verð að fara að halda áfram að skrifa skýrslur....heyri í ykkur við tækifæri.
fimmtudagur, mars 25, 2004
MATARKLÚBBUR OG FERÐASJÓÐUR!!!
Birt af Thelma kl. 9:25 f.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|