þriðjudagur, desember 23, 2008

Geggjað hús og jólaseríur.....verðið að kíkja á linkinn

hæ hæ kann ekki að setja inn vídeó, en vonandi virkar þessi linkur :-)



Já og gleðileg jól allir saman :-)

föstudagur, desember 12, 2008

Veikindi :(

Mér finnst alveg hræðilega leiðinlegt að skrifa það sem ég er að fara að skrifa en það verður því miður enginn matarklúbbur á morgun, allavega ekki af okkar hálfu, þið ráðið náttúrulega hvort þið hittist samt sem áður. En ég er með einhverja ömurlega magapest og Rúnar er orðin tæpur líka í maganum svo okkur finnst ekki gáfulegt að fara að taka áhættu á því að leggja ykkur öll í rúmið svona rétt fyrir jólin. Mér er búið að líða alveg skelfilega í allan dag og ofan á magapestina bætist svo við samviskubit yfir því að þurfa sleppa matarklúbbnum. En þetta er bara svona því miður og mér finnst það ömurlegt, ég var búin að hlakka mikið til. Við komum þá líklega bara í bæinn næstu helgi og þá þurfum við að klára að kaupa allt fyrir jólin og ég held að það verði of mikið stress að eiga að halda matarklúbb líka. Svo þið verðið eiginlega bara að eiga inni matarklúbb hjá okkur.
Vonandi sjáumst við nú samt fljótlega
kveðjur úr pestbælinu
Bryndís

fimmtudagur, desember 04, 2008

Jólaljósablogg II

Ég veit að það hafa margir beðið spenntir eftir jólaljósabloggi í ár. Eins og þið munið frá í fyrra þá var miiiiiikið vesen og töluverður kostnaður við jólaljósauppsetningu í fyrra. Í ár er náttúrulega kreppa og það mátti því vera vesen en ekki kostnaður.

Ég byrjaði á því að fara yfir seríurnar í vor. Ég ætlaði ekki að lenda aftur í svona miklu veseni fyrir jólin núna. Ég skipti um þær perur sem ég sá að voru bilaðar á löngu seríunni á pallinum og reyndi að koma seríunum sem eru fyrir framan hús í gang. Aðeins önnur virkaði (20 ljósa serían), ég gafst upp og við fórum því í endurlífgunartilraunir á seríunum um miðjan nóvember.

Af seríunum fyrir framan hús þá fór 20 ljósa serían strax í gang ( það mátti nú alveg vera, það var keypt ný í fyrra). 40 ljósa serían fór ekki í gang í fyrstu umferð, við keyptum nokkrar perur og skiptum og þá fór hún í gang. Grímur fékk lánaðan stiga hjá nágrannanum og setti þær upp, viti menn, þegar þær voru komnar upp þá virkaði sú 40 ljósa ekki!!! Við ákváðum að salta málið aðeins.

Blessað gervigrenið sem fer á pallinn má nú eiga það að það bilar aldrei, enda eru engin ljós í því. Það sama er ekki hægt að segja um 480 ljósa marglitu seriuna sem við keyptum í fyrra á 16 000 kr. Hún er skipt í 6 hluta og tengist hver hluti straumbeytinum sér. Mér var sagt að maður ætti að geta keypt nýjan "hluta" ef einn af þessum 6 seríum bilaði. Einn "hlutinn" virkaði ekki , sem og svona 30 perur, og við strunsuðum út í húsasmiðju til að kaupa perur og nýjan"hluta". Þá kemur í ljós að þeir höfðu ekki keypt inn perur fyrir þessa týpu af seríum og heldur ekki nýjan "hluta". Svekkjandi!!!!

Við fórum í byko, þar áttu þeir heldur ekki svona seríu en einn af starfsmönnunum kenndi okkur að breyta perum sem ætlaðar eru fyrir aðra seríu í perur sem gætu nýst í þessa. Við fórum heim og byrjuðum að föndra við seríuna. Grímur náði að gera við bilaða hlutann með rafmagnssnúru skítmixi, ég fór yfir allar perur, hreinsaði stæðin og eftir stóðum við með seríu sem er 460 ljósa (perutrixið frá bykogæjanum virkaði ekki). Þetta tók góða 6 tíma með uppsetningu.

Enn stóð eftir að fá 40 ljósa seríuna í gang, nágranni okkar fékk lánaða græju til að prufa stæðin og perurnar. Vopnaður þessari græju náði Grímur að fá seríuna í gang, það var ein sprungin pera og að sjálfsögðu var hún næst síðust sem var prófuð. Grímur var svo uppveðraður eftir þetta afrek að hann fór líka yfir 40 ljósa seríuna hjá nágrannanum sem er alveg eins og kom henni í gang líka!!!!

Sem sé þá eru öll úti-jólaljós á þessum bænum komin í gang, við ætlum að hvíla okkur aðeins áður en við byrjum endurlígunartilraunir á inniljósum. Til allra er sama ráðlegging og í fyrra, í guðana bænum sleppið útiljósum á húsið ykkar, í mestalagi einn lýsandi jólakrans á hurðina og jú við getum líka mælt með lýsandi jólatré frá byko sem hefur aldrei bilað hjá okkur þó það sé svolítið ryðgað orðið.

Af öðrum jólaundirbúningi þá erum við búin að baka tvær sortir af smákökum og borða þær allar!!! Við ætlum að baka meira í kvöld.

kv Dögg

sunnudagur, nóvember 30, 2008

Jólamatarklúbburinn

Hæ hæ
Við erum að spá í að halda matarklúbbinn næsta laugardagskvöld, segið mér að þið komist öll plís !!!!!
Staðsetning er Reykhólasveit er það ekki í lagi ????? nei bara grín við ætlum að halda hann hjá Thelmu og Jóa, þau voru svo elskuleg að lána okkur eldhúsið sitt.
Er ekki rétt hjá mér að Dögg og Ásta eru báðar í fríi?
En vonandi komast sem flestir. Við myndum hafa svona pakka eins og alltaf, hann má kosta frá 0-1000 kr. , það er einn pakki á mann og hver sér um að sitt barn/börn fái pakka.
Endilega kommentið hvort þið getið mætt.
kveðja Bryndís og Rúnar

mánudagur, nóvember 17, 2008

Matarklúbbur Nóv

Jæja þá er komið að því sem allir sannir mathákar hafa beðið eftir. Föstudaginn 21. nóv viljum við Dögg bjóða ykkur í matarklúbb hingað til okkar á Selfoss. Boðið verður upp á dýrindis kreppu-matseðil og mun borðhald hefjast kl. 19.30. Endilega látið okkur vita hverjir komast og kreppuráðið í dag er að sameinast í bílana.

Kveðja,
Grímur

miðvikudagur, nóvember 05, 2008

Jólaföndur

Hæ stelpur, hvernig líst ykkur á jólaföndur á sunnudaginn?? Er einhver spentur fyrir því (Elsa við saumum bara það sama og í fyrra =p ) Hugmyndin er að hittast heima hjá Thlemu um 6 eða 7 og við gætum pantað pizzu. Eða búið til pizzu. Borðað pipakökur í eftirétt, drukkið jólaöl og föndrað. Verið þið duglegar að kommenta og látið boðin berast til þeirra sem fara ekki oft á bloggið.
Heirumst

fimmtudagur, október 23, 2008

Getið hver á??? :-)

Jabb 3ja krílið á leiðinni og er það áætlað í heiminn 1.maí :-)  Er sem sagt komin 12vikur og 6 daga á leið (á morgun 13 vikur ;-) )  Var ekkert að flagga þessu fyrr, þó svo að örugglega margar voru farnar að gruna að eitthvað væri í gangi, en vegna blæðinga og svoleiðis vesens fyrstu vikurnar er maður aldrei viss ;-)  En við fórum í sónar í gær ég og Jói og þá var þetta litla kríli á fullu að hreyfa sig og biðja fyrir ástandi hjá þjóðinni......þ.e. það var með handleggina í svona biðstöðu á milli þess sem það var að reyna að sjúga puttann á sér......hehehe :-)  En núna er allt opinbert og nú er að láta sig hlakka til að fá stækkandi maga án þess að það sé að safnast eingöngu spik þar fyrir eins og er búið að vera upp á síðkastið :-)

miðvikudagur, október 22, 2008

hehe bara varð......

He he var að kíkja yfir myndir síðan í sumar og bara varð að setja þessa inn......ein af þessum frussumyndum okkar ;-) Það var svo lítið að gerast á síðunni að mér fannst ég bara að verða að lífga hana við, þið ættuð allavega að taka ykkur vel út í myndböndunum fyrir neðan í fyrra innleggi :-)

miðvikudagur, október 15, 2008

Hilarious

Sælar stelpur. Þar sem við erum allar komnar á fertugsaldurinn þá datt mér í hug að setja hér inn vídeó sem sparar okkur ferð til lýtalæknis í framtíðinni. Fyrra vídeóið kennir okkur æfinguna í sitjandi stöðu og það seinna í standandi stöðu. Góða skemmtun.



mánudagur, október 06, 2008

Matarklúbbsviðburður

Hæ hó.
Eftir mikla umhugsun höfum við komist að þeirri niðurstöðu að halda matarklúbbsviðburð laugardaginn 11. október sem er þá næsti laugardagur. Við vitum að þetta er gert með stuttum fyrirvara en þetta er eina helgin sem er laus hjá okkur.
Dagskráin er tvíþætt:
16:00-18:00 Skautar í Skautahöllinni í Laugardal. Þetta mun verða fjölskylduviðburður sem þýðir að krakkar eru velkomnir.
Aðgangur er 700 kr. + 300 kr. fyrir leigu á skautum (samtals 8 dollarar) fyrir fullorðna.
500kr + 300kr fyrir börn.

Svo um kvöldið langar okkur að hittast heima hjá Rubeni og Ólöfu í boði Ástu og hafa risapartý. Mæting er hálf níu og þar sem skorað er á fólk að taka með sér a.m.k. eina rauðvínsflösku (eða eitthvað sterkara) þá er ágætt að redda pössun fyrir börnin. Hápunktur kvöldsins verður svo þegar að lagið Hvítir máfar verður blastað upp klukkan eitt um nóttina til samlætis gömlu konunni sem býr fyrir ofan Ólöfu og Ruben.
Vinsamlegast meldið ykkur inn til að sjá hvort þíð getið komið. Og munið að það er skyldumæting í partýið. Rauðvín er enn hægt að fá frá 1200 krónum þannig að flýtið ykkur að kaupa áður en að ný sending kemur. Og símanúmerið fyrir taxa er 5885522.
So long, farewell, auf wiedersehen, good night.

sunnudagur, september 28, 2008

óhefðbundinn mató 3.október

við ætlum að halda óhefðbundinn mató næsta föstudag og fara með alla í Keiluhöllina svona um 8 leytið (en hver borgar samt fyrir sig og sína) :-) Endilega látið i ykkur heyra og ef þið sem eruð með mató í október eruð ekki sátt við það verðum við bara að hætta við og þið haldið ykkar í október, þó að þið munuð hvort eð er gera það líka (ekki slæmt að hafa tvo í sama mánuðinum). Það er bara búið að vera svo mikið að gera hjá okkur í september að við gátum hvergi komið fyrir mató fyrr en núna, en við munum þá halda hann 3ja október ;-)

miðvikudagur, september 17, 2008

Til lukku Sigurveig og Óli með skvísuna :-)

Innilega til lukku með skvísuna Sigurveig, Óli og Heiða Björg, hlakka til að sjá hana með berum augum :-)  

fimmtudagur, september 04, 2008

Áskorun

Sæl og blessuð öll

Við Grímur ætlum að koma með áskorun á hópinn. Við skorum á ykkur að taka þátt í brúarhlaupinu á Selfossi næstkomandi laugardag. Það er hægt að fara 3 km hlaup, 5 km hlaup, 3 km hjól, 5 km hjól, 10 km hlaup og 21 km hlaup. Ég ætla að hlaupa 10 km og Grímur er að vinna í hlaupinu því þetta er bankinn hans sem heldur þetta.

Það er líka hægt að taka þátt með að standa á hliðarlínunni og hvetja þá sem taka þátt. Eftir hlaupið getum við farið í sund og við Grímur bjóðum svo öllum heim í súpu, brauð og (afmælis)köku á eftir. Allir tvífætlingar sem og ferfætlingar stórir sem smáir velkomnir.

Það er spáð fínu veðri.

Við skorum á ykkur að ljúka sumrinu með stæl ( sérstaklega þú Fjalar!!!)

kv Dögg

þriðjudagur, ágúst 26, 2008

"Matarklúbbur"

Hæ skvísos.

Já það er kominn tími á matarklúbb og við Fjalar ætlum að hafa óhefðbundinn hitting að þessu sinni föstudaginn 29. ágúst. Okkur langar að heyra hvernig stemningin er fyrir því að fara út að borða saman og svo í bíó á eftir. Við gætum til dæmis farið á Fridays og kíkt svo á Tropic Thunder á eftir. Hvernig líst ykkur á?

fimmtudagur, ágúst 21, 2008

Til hamingju með daginn frænka :)

Ha ha nú ert þú aftur orðin eldri en ég :)
Til hamingju með afmælið og vonandi nýturu dagsins
kveðja Bryndís

laugardagur, ágúst 16, 2008

fimmtudagur, ágúst 07, 2008

Laugardagurinn

Og þá er það ákveðið:
Þar sem að það er ennþá sumar þá verður sumarþema og stemmingin í anda þess. Ímyndið ykkur glimmer, sólgleraugu, flottir eyrnalokkar etc, etc. Það er því skyldumæting fyrir dömur að mæta með flotta og stóra eyrnalokka ásamt glimmeri og fyrir strákana að mæta með sólgleraugu og hatt. Svo má auðvitað koma með bæði.
Húsið opnar klukkan hálf átta með kokteilnum Caribbean Breeze. Því er um að gera að mæta snemma áður en hann klárast. Svo verður bara glens og gaman að finnskum diskósið þar til ballið byrjar. Langar okkur til að mæta nokkuð snemma þangað, tjilla og fara á barinn áður en dansinn byrjar.

Vei.

þriðjudagur, ágúst 05, 2008

Í fyrra var þetta djamm ársins og í ár verður leikurinn endurtekinn.

GAY PRIDE !!
Hið árlega gay pride ball er á laugardaginn og af því tilefni langar okkur Thelmu og Elsu að bjóða ykkur í svona post-30 ára forpartý heima hjá Thelmu og Jóa fyrir ball ársins, sjálft Gay pride ballið á Nasa í boði Páls Óskars.

Forsala á ballið er í göngunni sjálfri og kostar 2000 kall inn á það. Thelma ætlar að vera svo væn að redda miðanum fyrir mig þar sem ég verð stödd á ættarmóti yfir daginn.
Ég sleppi svo að vera með ættingjunum um kvöldið því gay pride gengur fyrir íha.

Ýtið öllum plönum til hliðar og takið þátt í djammi ársins.

Nánari tímasetning fyrir partýið kemur inn ekki seinna en á fimmtudaginn.

sunnudagur, júlí 27, 2008

Hallú

Sælar. Ákvað að pósta aðeins inn þar sem ég hef ei heyrt í ykkur í allt of langan tíma.
Á föstudaginn komum við heim frá Salou eftir vægast sagt æðislega ferð. Veðrið gat ekki verið betra, ströndin frábær, hótelgarðurinn lovely, Barcelona hrikalega flott, Tarragona líka. Ég mæli alveg með svona tveggja vikna sólarlandaferð og svei mér þá, við vorum öll tilbúin að vera viku lengur!
Í gær komst ég að því að það hafði einn (vonandi ekki fleiri) 1 cm langur laumufarþegi ákveðið að skella sér með til Íslands. Jebbs, það var kakkalakki að skríða upp skápinn minn og sem beeeeetur fer sá ég hann þannig að ég gat kramið hann. Oj oj oj. Núna finnst mér ég sjá pöddur alls staðar en vona bara að þetta hafi verið einstakt tilfelli.


Að lokum langar mig til að mæla með því að við flytjum allar saman til einhvers lands þar sem maður getur verið berfættur og í hlýrabol á kvöldin. Ég er tilbúin að þurfa að eitra íbúðina mína fyrir kakkalökkum bara til þess að upplifa það að fá heit sumur. Þetta er algjört rokrassgat sem við lifum á.

Ég ætla að enda þetta á því að þakka Elsu og Thelmu sérstaklega fyrir að halda lífi í plöntunum mínum og fiskunum. Takk takk takk.

Þið megið alveg kommenta þó svo að það sé ekki meira en bara til að segja wassup.

Kveðja.

sunnudagur, júní 29, 2008

Útilega

Núna er komið að fyrsta óhefðbundna "matarklúbbnum". Við Grímur ætlum að halda útilegu fyrir hópinn næstu helgi (fyrstu helgina í júlí). Ykkur er öllum boðið með börnum og gæludýrum í sveitina við Reykholt. Við tjöldum á túninu hjá foreldrum Gríms og salernisaðstaða verður í húsinu þeirra.

Við byrjum á föstudagskvöldið og stefnum að sjálfsögðu á sólskin og gott veður alla helgina. Grill verður á staðnum. Ég er ekki enn búin að setja niður formlegt prógramm fyrir helgina en það verður farin hópferð í slakka, sundferð, leikir o.s.frv.

Við gistum tvær nætur og heimferð á sunnudag

kv Dögg

miðvikudagur, júní 18, 2008

þriðjudagur, maí 27, 2008

óvissuferðin???

voðalega er eitthvað rólegt hér á blogginu okkar :-/ En hvað var um þessa óvissuferð?? Ætluðum við ekki að reyna að hafa svoleiðis í ár?? Ætluðu Dögg og Sigurveig að skipuleggja hana eða hvað. Ég væri líka alveg til í að vera með að skipuleggja ef það vantar manneskju í það, er allavega orðin vel spennt fyrir svoleiðis og væri best að vita tímanlega um dagsetningu upp á pössun og svona, enda þyrftum við jú næturpössun ef við ætlum að djamma á eftir :-) Hlakka svo til næsta matarklúbbs, eru ekki Sigurveig og Óli næst??

Chao amigos, endilega kommentið til að reyna að halda lífi í síðunni okkar ;-)

Kveðja Thelma sem dauðlangar til að hitta ykkur og gera eitthvað skemmtilegt saman :-)

mánudagur, maí 05, 2008

Þá er það matarklúbbur

Hæ hæ
og takk fyrir síðast þið sem voruð í afmælinu okkar. Ég skemmti mér allavega mjög vel á laugardaginn. En þá er það bara næsta boð á Selfossi og nú matarklúbburinn. Hvernig líst ykkur á föstudaginn 23.maí. Við erum allavega búin að velta þessu mikið fyrir okkur og reyna að finna hentugan dag og mig minnir að enginn hafi sagt við mig að hann væri upptekin þennan dag. En minnið mitt er ekki upp á marga fiska alltaf svo leiðréttið mig ef er að segja vitleysu. Ég var búin að segja t.d. við nokkra að 16. maí væri kannski góður dagur en þá var ég alveg búin að gleyma því að ég er víst að fara á tónleika það kvöld. Svo vonandi komast sem flestir þann 23. maí. Látið heyra í ykkur
þeinkjú verí möts for ðis prógram
Bryndís þrítuga

þriðjudagur, apríl 29, 2008

Bryndís!

Til hamingju með afmælið í dag, frænka. Þú nærð okkur alltaf (nema Ástu gömlu).

sunnudagur, apríl 20, 2008

Ennþá 29 ára :)

Hæ hæ
Hvað segið gott allar. Ég segi allavega allt bara mjög gott. Er á leið til Köben á miðvikudagsmorgun með leikskólanum Árbæ. Þar ætlum við að skoða leikskóla sem verður án efa fróðlegt. Maður fær alltaf nýjar hugmyndir og sér alltaf eitthvað öðruvísi. Svo ætlum við náttúrulega líka að versla í H og M :) Ohh ég hlakka svo til, allt of langt síðan ég fór í HM, ég missi mig örugglega. Svo kem ég heim og þá verð ég víst að bíta í það súra epli að vera komin á fertugsaldurinn. Að því tilefni ætlum við Rúnar að halda partý laugardagskvöldið 3. maí kl. 20:30. Við ætluðum alltaf að halda partý þegar Rúnar varð 30 en svo varð ekkert úr því þar sem ég var kasólétt og svona. Svo okkur fannst upplagt að halda þetta bara núna. Svo þið eruð hér með boðin, endilega látið vita hvort þið komist eða ekki.
Í lokin langar mig að mæla með sýningu Listháskólans sem er haldin núna á Kjarvalsstöðum. Þetta er skemmtileg sýning með allskonar verkum. Systir mín og kærasti hennar eru bæði með skemmtileg verk þarna. Verkið hennar Hönnu heitir Þáttaskil og er stórt verk sem eru nokkrar ljósmyndir á plexígleri sem nýtur sín vel í stórum glugga þarna. Mér finnst það alveg svakalega flott. Kærasti hennar hann Sindri er aftur á móti í vöruhönnun og verkið hans er skór sem er hægt að skipta um efnið sem er ofan á skónum og það er fest með segli. Sniðug hugmynd og mjög vel útfærð. Ég og Ólöf fórum á opnun sýningarinnar í gær. Það kostar ekkert inn svo endilega þið sem hafið áhuga kíkið á þetta.
Jæja njótið þess sem eftir lifir af helginni
kveðja Bryndís

laugardagur, apríl 12, 2008

Til þess að hafa allt á hreinu

þá hefst matarhald klukkan sjö. Sjáumst í kvöld :)

Kv. Ólöf, Ruben og Ástapásta

föstudagur, apríl 04, 2008

Matarklúbbur í apríl

Verður laugardaginn 12. apríl. Frekari fréttir síðar. Vinsamlegast meldið ykkur inn svo við vitum hvað við eigum að elda mikið.

Kv. Ólöf, Ruben og Ástapásta

sunnudagur, mars 23, 2008

MATARKLÚBBUR Í MARS

Jæja við erum búin að ákveða að hafa matarklúbbinn okkar næsta laugardag (eftir páska), vona bara að sem flestir komist :-) Vorum eitthvað búin að ræða þetta í afmælinu hennar Evu Rósar og komumst að niðurstöðu að þetta væri besti tíminn :-) Endilega látið í ykkur heyra, við erum allavega búin að ákveða hvað við Jói ætlum að hafa í matinn.....nammi, namm!!!

Kveðja Thelma og Jói matargöt ;-)

föstudagur, mars 21, 2008

Sveitablogg

Við Grímur erum í sveitinni um páskana. Við höfum það mjög gott í góða veðrinu. Hingað til höfum við bara slappað af og horft á DVD myndir. Snjórinn er alveg að fara en ennþá er samt hægt að fara aðeins á snjósleða.

Jónas Bróðir og fjölskylda komu í heimsókn í dag. Litlu stelpurnar þurftu að fá að skoða dýrin í sveitinni. Sú litla sem er rétt rúmlega eins og hálfs árs var sko ekki hrædd við dýrin. Ég fór með hana í hænsnakofan og hún hljóp á eftir hænunum og reyndi að grípa þær. Svo leist henni svo ljómandi vel á kalkúnan, sem er 3 x stærri en hún, að vildi endilega faðma hann. Ég hélt nú aftur að henni því fuglinn er nú ekki sá skapbesti.

Við skoðuðum svo hestana og sú litla greip í múlinn á einum þeirra og reyndi að toga ferlíkið til sín. Hún ætlaði sko á hestbak eða að knúsa hann. Engu að síður var hún alveg dýr-vitlaus ef hægt er að orða það þannig. Mjög gaman að sjá svona ekta borgarkrakka í sveitinni.

Annars ætlum við bara að hafa það rólegt um helgina...og slappa sem mest af

kv Dögg

þriðjudagur, mars 18, 2008

Hellúú

Hæ hæ
Þessi síða hefur verið hálf slöpp undanfarið svo um að gera að reyna að bæta aðeins úr því eins og Ólöf var að gera og ég skora einnig á ykkur hinar að halda lífinu í henni áfram.
Ásta var að tala um hvort við værum komin í páskafrí, ég hef ekki fundið mikið fyrir því enn og eins og búast má við hjá mér eru dagarnir mjög svipaðir. En við ætlum hinsvegar að fara vestur og vera þar yfir hátíðisdagana. Það er bara spurning hvort við förum á Skírdag eða Föstudaginn langa, það er eitthvað leiðinleg spáin á Skírdag svo við ætlum að sjá til.
Þessi síðasta helgi var bæði mjög skemmtileg og líka mjög leiðinleg. Ég fór af stað full tilhlökkunar til Reykjavíkur á föstudaginn og ætlaði nú aldeilis að hafa gaman um helgina enda alveg full dagskrá hjá okkur. Ég og strákarnir byrjuðum á að fara í smáralindina og hitta þar Helgu og Steinunni. Þar fengum við okkur ís og skoðuðum svo í tvær búðir og þá var bundinn snöggur endir á þá ferð með því að Geirmundur ælir á gólfið frammi á gangi. OOhhh ekki það skemmtilegasta að lenda í. Ég dreif mig bara strax með hann heim til mömmu og pabba en á leiðinni þangað heyrist mér hann vera að fara að gubba og gríp poka sem í voru sparibuxurnar hans Rúnars og sturta þeim úr pokanum og segi honum að gubba í pokann og sem betur fer gerði hann það. Alveg voða snyrtilega svo ekki kom neitt út fyrir eða á fötin hans.
Þar með var það byrjað, hann var komin með gubbupest og ældi nokkrum sinnum í viðbót. Á sunnudaginn byrjaði svo Kristján Snær og aðfaranótt mánudags byrjaði svo Rúnar. Svo ég er sú eina sem er hraust hér á þessum bæ, 7,9,13.
En allavega þetta var það leiðinlega við þessa helgi en það skemmtilega við hana var það á föstudagskvöldinu skelltum við Rúnar okkur á Sálartónleikana, tuttugu ára afmælistónleikana. Við sálaraðdáendurnir gátum ekki látið þá framhjá okkur fara. Þetta voru mjög skemmtilegir tónleikar eins og við var að búast. Við fórum svo í þrítugsafmæli upp á Skaga á laugardagskvöldið til Erlu svilkonu minnar. Það var líka mjög skemmtilegt.
Rúnar var að vinna alla helgina í Rvk. við að parketleggja á milli þess sem við fórum í afmæli og á tónleika og á meðan sá ég um sjúklingana mína. Svo þar sem Rúnar er að vinna alltaf í Reykjavík og ég þurfti að mæta á mánudagsmorgninum í myndatöku ákváðum við að vera eina nótt í viðbót í bænum hjá mömmu og pabba. Þessi myndataka var mjög gleðileg fyrir mig, það kom í ljós að líklega er ég komin yfir þennan sjúkdóm Sarklíki því myndin var eðlileg og blóðprufur líka. Ég er því útskrifuð nema eitthvað breytist og ég er mjög fegin að vera laus við þessar læknaheimsóknir mínar. Svo þessi helgi var mjög viðburðarrík, skemmtileg og leiðinleg.
Ég held að ég sé búin að blogga fyrir árið, svoldið langt, en þeim sem nenntu að lesa svona langt óska ég bara gleðilegra páska :)
kveðja Bryndís
Enn eitt í viðbót verður ekki matarklúbbur í mars??

fimmtudagur, mars 06, 2008

Er kominn tími á blogg??

Ákvað að setja eitthvað inn til að halda lífi í síðunni og svara spurningu Ástu:
Gaypride var 11. ágúst í fyrra þannig að þú ert ekki að missa af þeirri skemmtilegu helgi.
Og þá spyr ég þig, Ásta: verðuru í Boston alla þessa daga??

Ég hreinlega veit ekki hvað ég á að skrifa meira, allt brjálað að gera hjá mér þessa dagana og hlusta ég því á þetta til að slaka aðeins á:



og

föstudagur, febrúar 22, 2008

Matarklúbbur

Matarklúbburinn verður á miðvikudaginn kl 19:00. Vonandi komast sem flestir :)

Kveðja,
Elsa

fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Ekki gleyna

.....Afmælinu mínu á morgun föstudag svona kl eftir kvöldmat!!!! Það er smá áfengi, þyrstir koma fyrstir fá, og smá nammi eða eitthvað, endilega ekki koma svöng og með meira áfengi. Það er mjög mikilvæt að allir komi með góða skapið þó þetta sé í enda vinnu vikunnar og það verði vonta veður (selfissingar!!)
Allir í stuði !!!

mánudagur, janúar 21, 2008

Hvernig væri

Hvernig væri ef ég héldi upp á öll mín afmæli sem ég hef átt síðan ég var 23ára, þann 8 febrúar sem er á föstudegi. Get ég stólað á ykkur að djamma og djúsa með mér framm á nótt þó svo að þið hafið verið að vinna þann dag?? Því ég myndi endilgea vilja djamma feitt með ykkur öllum. Er þetta nógur mikill fyrirvari fyrir þá sem þurfa að redda pössun?

þriðjudagur, janúar 15, 2008

Matarklúbbur í janúar??

Jæja Sigurveig og Óli, nú fer að styttast í matarklúbbinn ykkar.  Verður ekki alveg örugglega svoleiðis í janúar?  ;-)  Varð bara aðeins að blogga um það þannig að það detti ekki upp fyrir eins og gerðist hjá öllum í fyrra, enda finnst mér alveg rosalega gaman að hitta ykkur öll og vil ég endilega halda í það :-)  


Hvað er annars að frétta af ykkur Háksmeðlimum?  Af okkur er allt fínt að frétta, nema það að fröken inflúensa kom í heimsókn til Rúnars Arnar síðasta sunnudag og liggur hann heima veikur eins og er og erum við Jói búin að skipta okkur í vinnunni til að geta verið heima með lasarusnum.....vona bara að við hin fáum ekki þessa leiðinlegu pest :-(

Ég, Elsa og Ólöf tókum okkur til og fórum að æfa jassballett núna í janúar og er það alveg ógeðslega gaman, en eini ókosturinn er sá að þetta er bara 2x í viku og væri ég alveg til í að mæta mun oftar, enda rosalega gaman að dansa svona.  Maður þarf bara að fara að æfa sig aðeins heima líka vegna þess að við erum að læra svo flókinn dans að maður er allan tímann að reyna að halda í við kennarann ;-)

Jæja hef þetta ekki lengra í bili, vonandi hittumst við sem fyrst.

Kveðja Thelma