fimmtudagur, desember 24, 2009
mánudagur, desember 21, 2009
Fjölgun í hópnum!
Hæ skvísur.
Það er von á mini-háki næsta sumar :)
Settur dagur er 24.júní þ.a ég er komin rúmar 13 vikur. Við erum búin að fara í sónar og allt lítur vel út. Ég hef verið með frekar mikla ógleði en er öll að koma til þ.a ég mun geta notið þess að borða á mig gat um jólin :)
Vonandi hittumst við sem fyrst, það er svo hrikalega langt síðan ég hef séð ykkur.
Birt af Elsa kl. 10:22 f.h. |
fimmtudagur, desember 10, 2009
Jólamatarklúbburinn 12 .des 2009
hæ hó
eru ekki allir orðnir spenntir fyrir laugardeginum,
við erum það allavega hér í Tjaldhólum 5.
Við stefnum sem sagt að því að mæting sé kl. 17.
En fyrir þá sem vilja er voða skemmtilegt um að vera hér kl. 15:45 þegar
kveikt verður á jólatrénu á torgi hjá pulsuvagninum og svo kl. 16 mæta allir jólasveinarnir
til byggða úr Ingólfsfjalli. Þeir koma alltaf á pallbíl yfir Ölfusárbrúna og er það mikil stemning
og gaman þegar þeir koma keyrandi. Svo koma þeir og tala við krakkana.
Svo þeir sem vilja geta verið komnir fyrr og við farið saman. Ég ætla allavega að fara með strákana.
Allir koma með smá pakka, einn á mann, tvær gjafir á par og svo sér hver um sín börn eins og venjulega. :)
Við hlökkum til að sjá ykkur
Birt af Bryndís kl. 8:50 e.h. |
fimmtudagur, desember 03, 2009
smá fréttir af pabba mínum
Eins og þið flest vitið að þá þurfti pabbi að fara í kransæðahjartaaðgerð núna í morgun og var hann búinn í hjartaaðgerðinni um 13:30 í dag, allt gekk vel og er hann núna á gjörgæslu þangað til á morgun ef allt gengur vel í framhaldinu :-) Fáum loks að kíkja á hann á morgun og ég get varla beðið :-) Læt vita hvernig honum gengur í framhaldinu :-)
Birt af Thelma kl. 8:50 e.h. |
laugardagur, nóvember 28, 2009
Jólamatarklúbburinn
Jæja eftir tveggja ára bið eftir næsta jólamatarklúbb er loksins komið að því.
Hvernig hljómar laugardagurinn 13. desember, eru margir uppteknir þann dag. Það er náttúrulega skemmtilegast ef allir komast, en oft í desember er það næstum ógjörningur þar sem allir eru eitthvað svo busy. Endilega commentið hvort sem þið kæmust eða ekki.
jólakveðja úr Tjaldhólunum, þar sem jólaljósin eru óðum að koma upp :)
Birt af Bryndís kl. 12:03 f.h. |
föstudagur, nóvember 20, 2009
Svona er nú það
Jæja, þá er ykkur skipt í tvo flokka, bláa flokkinn og appelsínugula flokkinn:
Blái flokkur:
Elsa
Jói
Dögg/Grímur
Appelsínuguli flokkur:
Fjalar
Thelma
Bryndís
Mætið í fötum í þeim lit sem flokkurinn ykkar tilheyrir. Þá má það vera bolur, hárband eða klútur, þið þurfið ekki að vera öll appelsínugul í guðana bænum. Mæting milli 20:00 - 20:59 og dagskráin hefst svo stundvíslega kl 21:00. Því fleir áfenga drykki því betra.
Birt af Ásta kl. 7:04 e.h. |
miðvikudagur, nóvember 18, 2009
Áfram stimpl
Bryndís mætir
96 % líkur á því að Thelma og Jói mæta
Fjalar mætir með áskorun á Ástu (sem b.t.w. Ásta hefur ekki hugmynd um)
Ásta mætir
Ólöf mætir
Og Ruben mætir. Hann er búinn að vera í tveggja vikna æfingabúðum í Boston til að æfa eftirfarandi atriði:
og Thriller
Golimar!
Birt af Ólöf kl. 5:26 e.h. |
þriðjudagur, nóvember 17, 2009
Laugardagskvöldið
Jæja jæja jæja.
Er ekki stemming fyrir laugardeginum??
Endilega stimplið ykkur inn.
Set þetta vídeó með til að hrista upp í ykkur fjörið.
P.s.
Ásta var búin að lofa að taka öllum áskorum þannig að ef ykkur dettur eitthvað sniðugt í hug endilega póstið því. Ég set þetta inn af því hún er hætt að kíkja á netið.
Birt af Ólöf kl. 11:00 e.h. |
mánudagur, nóvember 09, 2009
Ekki - matarklúbbur
Góða kvöldið.
Eftir langt samtal við Ástu ákváðum við að halda næsta ekki-matarklúbb laugardaginn 21. nóvember.
Eina sem við biðjum ykkur um nú er að stimpla ykkur inn, kíkja reglulega á bloggið og taka til blað og blýant fyrir örlagakvöldið mikla.
Kv. The Crew
Birt af Ólöf kl. 9:55 e.h. |
laugardagur, október 31, 2009
Takk fyrir komuna
Takk fyrir komuna í morgun
Við vorum himinsæl með þennan óhefðbundna matarklúbb þó að miss piggy hafi sett nokkuð strik í mætingu. Alltaf gaman að hittast og spjalla í góðra vina hópi.
Við munum láta vita hvaða helgi í júlí verður haldinn Gautaborgarmatarklúbbur, fljótlega upp úr áramótum. Að sjálfsögðu ætlumst við alls ekki til að fólk mæti en það er komin svo gamalgróin hefð á þennan klúbb og við viljum endilega halda áfram að bjóða jafnvel þó að ekkert eða bara eitt par ( eða Ásta) mæti. Allt meira en það er bónus. Það mun verða boðið upp á gistingu fyrir alla sem vilja koma í heimsókn hvenær sem er ársins þó að þröngt verði á heimilinu.
kv Dögg
Birt af Dögg kl. 5:51 e.h. |
sunnudagur, október 18, 2009
Næsti mató
Við ætlum að hafa matarklúbb laugardaginn 31 október, síðustu helgina í mánuðinum. Það var erfitt að finna helgi sem myndi hennta öllum, sérstaklega því að strákarnir eru að fara í sumarbústaðarferðina sína næstu helgi.
Við ætlum að hafa óhefðbundinn matarklúbb og það verður Brunch. Það eiga allir að koma með eitthvað sem sæmir sér vel á Brunch borði. Það eru allir fjölskyldumeðlimir velkomnir en við munum fara að ráðleggingum sóttvarnarlæknis að þeir sem hafa verið veikir eigi að halda sig heima 7 daga frá því að veikindin hófust. Við viljum nú ekki að allur matarklúbburinn leggist í svínaflensu.
Við mælum með að það verði tekin með inni og útileikföng fyrir börnin því það er ekki svo mikið úrval af leikföngum hér nema fyrir þessi allra minnstu.
mæting kl 11
Birt af Dögg kl. 1:09 e.h. |
fimmtudagur, október 15, 2009
Góðan daginn
Við ætlum að hafa smá kaffiboð næsta laugardag klukkan þrjú, í tilefni þess að Kristján Snær varð 2 ára þann 13. okt. sl. Þið eruð velkomin þeir sem vilja, en endilega látið mig vita hvort þið komið eða ekki.
Ég ætla þó að vona að ég þurfi ekki að aflýsa þessu því Kristján er sko veikur núna, en við vonum bara að hann verði orðin hress á laugardaginn, annars læt ég ykkur vita.
kveðja Bryndís
Birt af Bryndís kl. 8:41 f.h. |
laugardagur, október 10, 2009
Ekkert að frétta
Við Adríahafið. Lítill, gamall bær sem kallast Piran
Góðan daginn.
Hvað er ferskara en að blogga eldsnemma á laugardagsmorgni.. Kommon, ég var vöknuð fyrir klukkan sjö, hvaða rugl er nú það.
Annars, lítið að frétta héðan. Kom heim frá Slóveníu á mánudaginn. Ferðin gekk vel, var reyndar nokkuð stressuð fyrir fyrirlesturinn (náladofi í puttunum meðal annars) en hann gekk bara ágætlega og ég er súperstolt af sjálfri mér. Sérstaklega þar sem fólkið sem tók þátt í málstofunni og nokkrir hlustendur voru þekkt glákunöfn, nöfn sem eru á annarri hvorri grein sem ég les.
Slóvenía kom á óvart, mjög fallegt og afslappað land. Veðrið var mjög gott, sandalar og stuttermabolir undir pálmatrjám :)Mæli með Suður Evrópu.
Þegar að ég kom heim þá var spennufallið gríðarlegt eftir álagið undanfarnar vikur. Rannís umsóknirnar tóku allt of mikinn tíma þannig að undirbúningur fyrir ráðstefnuna var miklu takmarkaðri en ég ætlaði mér. Ferðin sjálf var líka mikil keyrsla. Ég er því búin að vera í einhvers konar zombie ástandi frá því að ég kom heim þar til í gær, þá vaknaði ég aftur til lífsins. Saumaði slátur með mömmu og Önnu Fanneyju og ætla að skrappa í dag (ásamt því að taka til, það fylgir).
Allaveganna, ef ykkur langar í flott sumarfrí þá segi ég flug og bíll um suður Evrópu. Heillaði mig.
Þar sem að það er allt lokað á sunnudögum í Ljubljana þá skelltum við okkur í bíltúr og keyrðum að þessu fallega vatni við lítið þorp sem kallast Bled. Alparnir liggja í bakgrunninum. Austurríki er í svona hálftíma fjarlægð.
Birt af Ólöf kl. 8:28 f.h. |
sunnudagur, september 27, 2009
þriðjudagur, september 15, 2009
Hvað varð um matarklúbbinn??
Thelma eru þið ekki með boð í þessum mánuði? Hvenar verður það?? Mig langaði bara að vita það.
Þetta var bara fín ganga á laugardaginn? Losnaðir þú við harðsperrurnar eða jukust þær? Þú varst nefnilega í kraftagönu en við hin í rólegri gönu.
Kveðja
Birt af Ásta kl. 9:45 e.h. |
fimmtudagur, september 10, 2009
Labbitúr
Sælar skvísur.
Ræddi við nokkrar konur í klúbbnum um daginn um það hvort það væri nú ekki gaman að fara í labbitúr með krakkana. Niðurstaðan var sú að það væri góð hugmynd og eru tveir dagar nefndir sem mögulegir göngudagar:
a) Laugardagur
b) Sunnudagur
Sunnudagurinn hentar Dögg og Björk betur.
Ég kemst hvorn daginn sem er.
Ég og Elsa ræddum a) en það var áður en rætt var við Dögg.
Ég man ekki hvað Ásta sagði.
Í stað þess að hringja í fleiri þá ákvað ég bara að henda þessu upp hér á blogginu og spara símreikninginn (þó svo að ég hafi nú ekki hringt í neinn á undan, þetta var allt collect call). Þá blasir heldur ekki lengur við "fljótandi fæði" titillinn.
Best að halda áfram að vinna.
Allar uppástungur um gönguleiðir eru vel þegnar. Þær þurfa bara að vera barnavagnafærar.
Kv.
Birt af Ólöf kl. 10:24 f.h. |
mánudagur, júlí 27, 2009
"Matarklúbbur" í Ágúst - fljótandi fæði
Howdy öll sömul
Birt af Elsa kl. 9:56 e.h. |
þriðjudagur, júlí 21, 2009
Næsti mató
Þá er komið að því. Við hlökkum að sjálfsögðu til að sjá ykkur öll í skírninni á sunnudaginn en ætlum að bæta um betur og halda matarklúbb miðvikudaginn 29 júlí. Boðið verður upp á tilrauna-grillmennsku og vonandi verður nógu gott veður til þess að við getum setið eitthvað á pallinum ( eru þeir ekki annars að spá snjókomu). Mæting er kl 19 í Tjaldhólana. Vinsamlegast látið vita hverjir komast.
Sjáumst
Dögg
Birt af Dögg kl. 12:36 e.h. |
miðvikudagur, júlí 08, 2009
afmæli á laugardaginn næsta, 11.júlí 2009 :-)
Jæja að þessu sinni ætlum við að halda upp á 4ja ára afmæli eldri prinsessunnar á heimilinu uppi í sumarbústað næstkomandi laugardag, nánar tiltekið á Apavatni (Skógarnesi), orlofshúsum hjá Rafiðnarsambandinu. Við verðum í húsi númer 10 og byrjar ballið klukkan 3 með grilli og kökum :-) Endilega látið okkur vita ef þið komist ekki, það væri samt gaman að fá sem flesta og svo er rosalega gott leiksvæði fyrir krakkana á svæðinu og ef einhver vill jafnvel tjalda yfir nótt þá er það alveg hægt fyrir utan húsið :-) Hér er allavega leiðarvísir að bústaðnum;
Hvar er Skógarnes við Apavatn:
Ekið er eftir þjóðvegi 1 í átt að Selfossi, u.þ.b. 1km vestan Selfoss er beygt til vinstri í átt að Laugavatn-Geysir-Gullfoss inn veginn Biskupstungnabraut númer 35. Þar eru eknir um 25 km og þá beygt inn á Laugarvatnsveginn númer 37 og eknir tæpir 12 km en þá er beygt til hægri niður Úteyjarveg. Haldið er framhjá bænum Útey niður að Austurey í Skógarnesið. Samtals um 4 km. frá Laugarvatnsveginum.
http://www2.rafis.is/?i=116
Kveðja Thelma og Jói
Birt af Thelma kl. 10:58 e.h. |
þriðjudagur, júní 23, 2009
Þá er það ákveðið
Matarklúbburinn verður á Selfossi á fimmtudagskvöldið og mæting er klukkan sjö. Við hlökkum til að sjá ykkur öll. :)
Birt af Bryndís kl. 11:34 e.h. |
laugardagur, júní 20, 2009
Eruð þið orðin svöng ??
Úps það er kominn tuttugasti júní og við eftir að finna dagsetningu fyrir matarklúbb. Þið verðið að afsaka ég er bara búin að hugsa um afmæli og aftur afmæli. Semsagt seinna afmælið var í dag svo nú get ég farið að hugsa um matarklúbb :) Við héldum upp á afmælið hans Geirmundar hér í sveitinni fyrir krakkana á leikskólanum í dag. Það heppnaðist bara vel og það er þungu fargi af mér létt að þessi törn sé búin. Við eigum eftir að ákveða okkur aðeins betur, það kemur því dagsetning bráðum, svo fylgist með hér á lamadýr :).
kveðja Bryndís
Birt af Bryndís kl. 11:34 e.h. |
fimmtudagur, júní 04, 2009
Nýr Hákur!
Innilegar hamingjuóskir með dömuna, Dögg og Grímur. Nú bíðum við eftir myndum :)
Birt af Ólöf kl. 12:54 e.h. |
fimmtudagur, maí 28, 2009
bloggedí blogg
Um að gera að nota tækifærið og blogga svolítið núna. Gímur er í fótbolta og ég er í sveitinni að bíða eftir að leikurinn sé búinn. Er búin að liggja á netinu núna í klukkutíma, alveg fyrirmyndar tímasóun þetta internet. Samt er ég ekki enn farin að kíkja inn á Youtube, sem oft hefur getað drepið marga klukkutíma.
Birt af Dögg kl. 9:39 e.h. |
mánudagur, maí 11, 2009
Upphitun fyrir Eurovision
Krummi er kettlingur við hliðina á þessum ketti.
Birt af Ólöf kl. 8:01 e.h. |
laugardagur, apríl 25, 2009
smá fréttir frá okkur stórfjölskyldunni :-)
Jæja eins og þið vitið þá fæddist sú stutta 2 vikum fyrir settan dag og gekk fæðingin mjög hratt og vel fyrir sig. Hún fékk svokölluð vot lungu og þurfti að fara á vökudeild í nokkra daga. Hún var svo stór og sterk við fæðingu, eða 15 merkur og 52 cm löng, að hún náði að jafna sig smátt og smátt án þess að þurfa að fá einhver lyf, en röntgenmynd af lungum sýndu líka vott af lungnabólgu og blóðprufur smá hækkun á einhverju sýkingargildi, en læknarnir vildu samt bíða með að gefa henni sýklalyf og náði hún að jafna sig í hitakassanum sínum með smá aukinni súrefnisgjöf :-) Síðan fékk hún gulu og þurfti að fara í ljós í einn og hálfan sólarhring. En við komun heim í gær á sumardaginn fyrsta og var það í raun besta sumargjöfin okkar í ár :-) Hún er rosalega vær og góð og drekkur vel þegar ég næ að vekja hana, en henni finnst alveg rosalega gott að sofa þessa dagana, enda ennþá með smá gulu. Annars erum við búin að nefna hana og fær hún nafnið Eva Lind þegar við svo skírum hana. Við vildum ekkert vera að halda nafninu leyndu fyrir neinum, enda höfum við gert það tvisvar sinnum og vildum aðeins breyta til :-) Þetta er nafn alveg út í loftið, en kannski fær Berglind sysitr heiðurinn af Lind nafninu ;-) Ætli við skírum svo ekki bara einhverntímann í júní, en eigum samt alveg eftir að ákveða dag, enda nægur tími til stefnu :-)
Hvað er svo að frétta af ykkur hinum??
Birt af Thelma kl. 9:21 e.h. |
sunnudagur, apríl 19, 2009
Nýr Hákur :)
Til hamingju, Thelma, Jói og börn með litlu skvísuna. Nú bíðum við spennt eftir allaveganna 100+ myndum :) Vííí.
Birt af Ólöf kl. 10:58 f.h. |
miðvikudagur, mars 25, 2009
Apríl Matarklúbbur
Við Ólöf erum að spegulera að hafa matarklúbb þann 9 apríl næstkomandi. Hvernig hentar það fyrir ykkur? Þetta er Skírdagur, er fólk að fara út úr bænum um páskana?
Endilega kommenta.
Kveðja Ég og Ólöf.
Birt af Ásta kl. 11:09 e.h. |
föstudagur, mars 20, 2009
"kaffihús" hjá mér næsta sunnudag??
Jæja hvað segið þið stelpur, bara ekkert að gerast á þessari síðu. Hvað segið þið um að koma í smá "kaffihús"/saumó heima hjá mér næsta sunnudag 22.mars? Það er jafnvel hægt að hafa þetta svona á kaffitíma og þá er börnum velkomið að koma með eða þá um kvöld, þið megið endilega kommenta á hvort hentar ykkur og hvort að þið eruð til í að kíkja í smá heimsókn :-) Endilega látið vita hvort þið komist eða ekki, ég ætla allavega að baka eina köku um helgina og ekki ætla ég að borða hana sjálf.....hehehe.....má nú ekki við því að bæta meira á mig þessa dagana ;-) Svo minni ég líka á mató hjá okkur Jóa næstu helgi, eða 28.mars, vona að sem flestir komist þá :-)
Birt af Thelma kl. 2:55 e.h. |
þriðjudagur, mars 10, 2009
Hefðbundin spurning
Hvenær er svo matarklúbbur í þessum mánuði?
Það er svo sem fínt að hann er ekki búinn að vera fyrr. Ég er búin með vinnuhelgina mína í þessum mánuði, var að vinna síðustu helgi. Helgina þar áður fórum við Grímur í heilmikla skandinavíureisu.
Við byrjuðum á miðvikudegi, flugum frá Keflvík til Kaupmannahafnar, skiptum um flug og fórum til Gautaborgar. Við gistum hjá vinahjónum okkar þar í litlu sætu gesthúsi, æðislegt hverfi með flottu útsýni yfir vatn og skóg. Við skoðuðum okkur aðeins um í Gautaborg og tókum svo lest á fimmtudeginum til Stokkhólms. Þar gistum við hjá öðrum vinahjónum, fórum daginn eftir með lest til Uppsala og gistum þar hjá vinkonu okkar. Alls staðar hittum við mikið af góðu fólki og kjöftuðum heilmikið.
Á laugardeginum flugum við til Helsinki, ég fór á 6 klst fund strax eftir lendingu og Grímur fór í skoðunarferð. Við fórum svo með NFYOG hópnum út að borða á mjög sætt veitingahús sem er með Mitchelin stjörnu. Virkilega góður matur. Daginn eftir flugum við til Köben og eyddum einum degi þar. Það er allt brjálæðislega dýrt í Köben útaf genginu, ég keypti 3 tyggjópakka á 600 kr íslenskar. Við eyddum deginum í að rölta um miðbæinn og fórum svo í bíó!!
Við flugum svo heim á sunnudagskvöldinu og vorum komin heim á Selfoss kl 01 um nóttina. Massíft ferðalag og það komst mikið í verk. Vinnuvikan á eftir var þó slatti strembin og ekki hjálpaði að ég átti vinnuhelgi bæði helgina áður og helgina eftir að við fórum út. Þannig að næstu helgi ætlum við að hitta foreldra Gríms í sveitinni. Við höfum ekki séð þau í örugglega mánuð og við ætlum líka að slappa svolítið af.
Ég er að skipuleggja ráðstefnu með NFYOG hópnum, sem verður haldin í Kaupmannhöfn 12 og 13 júní næstkomandi. Það er heilmikil vinna í að senda email, gera kostnaðaráætlun, samræma fyrirlesara, fá styrki fyrir þáttakendur, auglýsa og náttúrulega funda. Þetta er nú orðið i þriðja skiptið sem ég geri þetta svo ég ætti að vera orðin nokkuð vön. NFYOG hópurinn sem ég er í stjórn í (ok stjórna !!! ) var beðinn um að taka þátt í skipulagningu fyrir risastóra ráðstefnu á Ítalíu 2012, þessi ráðstefna er meðal annars á vegum WHO (world health organization), ég er mjög spennt fyrir þessu verkefni og vona að ég fái hópinn með mér í þetta. Þetta snýst um fæðingarhjálp í þriðja heims löndum og hvernig við sem faglærðir einstaklingar getum hjálpað eða tekið þátt. Það er akkúrat sama efni og ráðstefnan okkar er um í sumar.
Anyways.. nóg um það sem ég er að gera þessa dagana. Hvað er að frétta af ykkur?
Birt af Dögg kl. 7:39 e.h. |
miðvikudagur, febrúar 25, 2009
miðvikudagur, febrúar 04, 2009
Glæsileg mynd
Þessi mynd (sem mig langaði til að deila með ykkur) var tekin í afmælinu okkar EJ, THDR og ÓBÓ í ágúst fyrir Pál Óskar ballið.
Svo er hérna lag með Moby sem fór alveg fram hjá mér þegar að það var eflaust vinsælt. Ég allaveganna trúi ekki öðru en að það hafi verið vinsælt, mikill stemmari enda heitir það Lift me up.
Semsagt, gjörsamlega tilgangslaust blogg en það þýðir ekki annað en að reyna að keep up the spirit (svo ég sletti nú smá ensku) á þessum róstursömu tímum.
Birt af Ólöf kl. 10:06 e.h. |
laugardagur, janúar 24, 2009
Útlitsbreytingar
Ég var að uppgötva photoshop bursta þannig að það er smá tilraunastarfsemi með útlitið á síðunni. Það er svona þegar að maður á að vera lesa undir próf, þá er alltaf skemmtilegra að gera allt annað, t.d. að leika sér í photoshop :)
Annars, er komin endanleg dagsetning fyrir matarklúbb?
Birt af Ólöf kl. 12:35 e.h. |