Ég er gjörsamlega að líða út af vegna svitafýlu...er stödd úti í Odda og það hefur einhver eða einhverjir gleymt að fara í sturtu í morgun og nokkra daga þar á undan...hrollur...Ætlaði að vera svo ofboðslega dugleg að klára verkefni fyrir morgundaginn en nei þá þarf síðan að vera eitthvað billuð sem geymir verkefnið sem ég á að gera. Ætli það sé þá ekki bara best að drífa sig í Ikea og kaupa nýtt ljós í forstofuna niðri, fara svo og kaupa sér eitthvað að borða og tjilla þar til Heiða Björg kemur heim.
Svo var ég að spá í að hafa afmælismatinn á þriðjudaginn í næstu viku, þ.e.a.s. 9 mars (á sjálfan afmælisdaginn). Mæting upp úr 18:00 :o)
Vitiði bara hvað...ÉG VAR AÐ KAUPA MÉR NÝTT RÚM...HÚRRA HÚRRA HÚRRA..... hlakka ekkert smá að hoppa upp í nýja rúmið mitt (sem kemur nú reyndar ekki í hús fyrr en á miðvikudaginn). Ég hefði alveg viljað fá mér eitt svona 190 á breidd en það voru allir að benda mér á það að þá kæmist ekkert annað inn í herbergið...en kommon til hvers eru SVEFNherbergi...nú til að sofa í...og þá þarf maður ekkert annað. En ég lét nú segjast og keypti mér 160 á breidd :oS
Tjá for náv
sunnudagur, febrúar 29, 2004
Úff úff úff...
Birt af Nafnlaus kl. 11:49 f.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|