mánudagur, febrúar 02, 2004

Myndir af háksmeðlimum

Ok, nú er ég búin að fatta hvernig þetta virkar þ.e hvernig maður breytir og þannig :) Ég er sem sagt búin að taka út þessa ljótu mynd af mér en þorði ekki að taka út Thelmu til að týna ekki linknum svona meðan við erum að læra á þetta, enda er þetta svo fín mynd af henni. Sko, það er náttúrulega algjört möst að hafa myndir af okkur á síðunni til að fólk sjái hvurslags glæsipíur við erum. Þar sem við þurfum að hafa myndirnar á netinu til þess að geta sett þær inn á síðuna er ég loksins byrjuð að búa til heimasíðu á barnalandi þar sem við getum sett inn allar flottu myndirnar okkar ;) Þokkalega kominn tími til. Læt ykkur vita þegar hún verður tilbú. Líst ykkur ekki vel á það?
Kv. Elsa