þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Góður dagur í dag

Það gerðist hjá mér á sunnudaginn að ég eignaðist um 20 börn, ég náði að bjarga 8, 1 er í felum á botninum og afgangurinn var étinn og þá aðallega af foreldrum sínum. Fiskar geta nefnilega verið mjög grimmir bölvaðir en sem betur fer björguðust þarna nokkrir þannig að ef ykkur langar í svarta mollý fiska eftir nokkrar vikur þá er það velkomið. Á morgun kemur Ruben þ.a. hann getur spilað RISK með okkur á föstudaginn og svo var Ásta eitthvað að pæla í hvernig á að blogga þannig að þetta er allt saman í góðum fíling. Ekkert frost í morgun þannig að mér leið eins og það væri komið vor og allir í góðu skapi. Kisan mín er tryllt og er búin að uppgötva hvernig á að mjálma þ.a. í morgun þegar hún var óvart lokuð út á svölum (af foreldrum mínum) þá heyrðust þessi þvílíku kattaróp enda kisa ekki vön að vera í kulda. Semsagt, þessi dagur er bara búinn að vera fínn.
Kær kveðja´,
Ólöf