Jæja. Kvöldið í gær var bara mjög skemmtilegt þrátt fyrir fjarveru tveggja meðlima Háks. Þið verðið bara að koma næst Sigurveig og Dögg. Bannað að skrópa!
Við semsagt hittumst hjá Elsu og Fjalari til að halda upp á spilakvöld. Ákveðið var að mæta snemma eða um átta leytið skv. uppástungu Thelmu. Ólöf mætti um 9 leytið og voru þá Bryndís og Rúnar þegar komin, stundvís að venju. Við ákváðum að spila Mr og Mrs sem er bara ágætt spil. Leikurinn hófst um ellefuleytið þegar að Thelma og Jói mættu. Var þetta mjög skemmtilegt allt saman undir öruggri stjórn Ólafar sem sá um að velja spurningar og spyrja þar sem hún var maka-laus og því sjálfkrafa óspilahæf. Kom margt upp úr krafsinu í leiknum, ýmislegt sagt um táfýlur og prumpulykt strákanna og álit stelpnanna á hvaða dýr strákarnir væru nú líkastir (tígrisdýr og rotta en Fjalar vildi nú bara álíta sig vera mús enda finnst Elsu mýs svo sætar). Einnig komumst við að ýmsu um álit annarra á gáfnafari hinna meðlima leiksins. Fjalar fékk flest atkvæði kvöldsins (2) en Rúnar reyndar minntist sérstaklega á að Fjalar væri sá gáfaðasti fyrir utan sjálfan sig (þ.e. Rúnar). Thelma var í öðru sæti þar sem hún giskaði á að Jói myndi segja að hún sjálf væri klárust. Aðrir komust ekki á blað....
Eftir miklar umræður í og eftir leik (fólk var ekki alltaf alveg sátt við svör maka síns eða þá að skilgreina þurfti atriði innan spurninga betur eða þá svörin) þá var ákveðið að spila Risk, jibbý jey. Það var langt og skemmtilegt spil. Einn galli var þó til staðar og það var að einungis 6 gátu spilað í 7 manna hópnum. Bryndís og Rúnar ákváðu því að vera saman í liði. Þau yfirgáfu síðan pleisið fyrst vegna þreytu hennar sem er mjög skiljanlegt enda kona í blóma. Við hin sátum yfir spilinu til kl. 4 en þó án þess að klára það. Fjalar réðst hart á Elsu allan tímann sem stóðst þó álagið og var byrjuð að dreifa úr sér í Afríku. Thelma klikkaði á stóru smáatriði í tilraun sinni að útrýma Jóa og varð að breyta strategíu þegar að Ólöfu tókst að útrýma honum. Ólöf hinsvegar las mission sitt vitlaust og var því eiginlega úr leik frá því í byrjun. Jói var allan tímann að reyna að útrýma henni sem gekk illa vegna stöðugra árása frá Thelmu. Við stóðum okkur samt öll rosalega vel og er stefnan tekin á næsta föstudag til að halda áfram að reyna að ná heimsyfirráðum eða útrýmingar.
Takk fyrir gott kvöld,
Moldvarpan.....
sunnudagur, febrúar 01, 2004
Gaman í gær:)
Birt af Ólöf kl. 1:55 e.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|