laugardagur, febrúar 14, 2004

takk í gær

Matarklúbburinn í gær var góður á bragðið!! Fengum þetta fína grillaða kjöt í matinn og kökur í eftirrétt. Ekkert slakað á í eldamennskunni hjá Elsu og Fjalari. Stefnan var tekin á hörkudjamm en þar sem maturinn var mjög góður og afleiðing þess var ofát þá var lítið annað hægt að gera en að liggja á meltunni. Sama gamla sagan hjá okkur semsagt. Við munum þó og skulum og getum djammað næst þegar við ætlum okkur og hana nú. Það er ég viss um.
Góðar stundir.