laugardagur, febrúar 21, 2004

Takk fyrir síðast!

Hæ ætla bara að þakka þeim sem komu yfir í gær að spila kærlega fyrir komuna. Auðvitað var stríðshugur í öllum eins og alltaf, en í þetta skiptið var spilað RISK í tölvunni þeirra Bryndísar og Rúnars til að hita aðeins upp og svo var farið í CATAN. Auðvitað var spilið mjög spennandi og rígur myndaðist á milli nokkurra aðila....en þó bara í gríni, og hann Jói spói bar sigur úr bítum að þessu sinni. Go Jói go!!! Fyrst að allir mættu seint og sumir bara ekkert, að þá borðuðum ég, Jói og Elsa 2 pizzur og brauðstangir áður en allt liðið kom og við fengum okkur rosalega góðan ís í eftirrétt...nammi, namm! Já það er svona þegar fólk er ekki í stuði....

Jæja ætla að fara að læra eitthvað fyrst að ég er komin upp í skóla á laugardegi!!!

Heyrumst Thelma hákur nr.8!