þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Hæbb Hákur.

Ákvað að prufa að setja könnun hér til hliðar. Hún verður svo bara tekin út í lok vikunnar. Var reyndar að hugsa um að gera könnun með öllum okkar makanöfnum en hætti við og lét bara aumingja Fjalar vera áfram þar sem hann er búinn að vera lengst í hópnum af karlkynsmeðlimum. Nú er svo um að gera að allir kjósa og Ásta líka.
Það er kannski líka kominn tími til að auglýsa eftir Dögg.... Hmmm, veit hún af þessari síðu? Opnar hún ekki lengur póstinn sinn þar sem hún kannski einfaldlega er að kafna í bókum, líffærum og sjúkdómslýsingum?? Dularfullt.
Kveðja, ólöf fló