sunnudagur, febrúar 22, 2004

Hæ hæ og takk fyrir síðast þið sem voruð í Catan á föstudagskvöldið. þetta var skemmtilegt kvöld.

Ég er bara ekki þetta tölvuséní, ég var að reyna að setja nafnið mitt inn en það gekk eitthvað illa. Gætuð þið sent mér þennan link aftur af því þegar ég klikka á hann núna kemur bara alltaf blog invitation error ??

Eins og Thelma er ég að fara að belgja mig út á eftir af góðgæti því við erum boðin í bollukaffi til mömmu uuhhhhmmmm nammi namm...
Það er annars lítið að frétta héðan úr Vesturberginu nema ég er með smá harðsperrur eftir jógað í gær, þetta var svoldið mikið af allskonar stellingum sem maður er ekki vanur að gera og líka alveg frá klukkan 10-17, svoldið langt en endurnærandi. :) Og svo erum við búin að vera barnapíur því Aron var hjá okkur í nótt, ágætis æfing. !!!
Í bið að heilsa öllum hákum í bili kveðja Bryndís