Vá, mér brá ekki smá núna fyrir 1 sek... Talvan mín byrjaði allt í einu að tala!!! Ég var að reyna að laga könnunina hér fyrir neðan(sem er horfin) á annarri síðu og einhver auglýsing á þeirri síðu byrjaði allt í einu að tala (og ég sem er ein heima.). Ég lokaði bara glugganum og hætti við að laga könnunina, geri það bara seinna. Annars voru tveir búnir að kjósa og fóru bæði atkvæðin til Krumma.
kv. ólöf pólöf
föstudagur, febrúar 06, 2004
Birt af Ólöf kl. 11:41 f.h.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|